Við hjá Faris leggjum mikið uppúr góðri þjónustu við viðskiptavini okkar.
Ef þig vantar þjónustu vegna okkar glugga þá er gott að hafa nokkur atriði í huga
- Ef um er að ræða verkefni vegna ísetningar glugga hafðu þá samband beint við þá sem sáu um ísetninguna.
- Ef um smurningu og þrif er gott að lesa ráðleggingar hér að neðan.
- Ef þú hefur einhverjar spurningar hafðu þá samband við sölufulltrúa okkar í síma 571 0910
- Við bjóðum þjónustu á flutningi á gluggum og hurðum á byggingastað. Markmið Faris er að skila gluggum og hurðum heilum á byggingarstað í samráði við viðskiptavini okkar. Eftirtaldir aðilar vanda til verka enda er mjög mikilvægt að varan skili sér heil alla leið. RAX ehf. ræður yfir stærri flutningstækjum sem henta betur fyrir stærri sendingar.
-
S.S. Smíði er þjónustuaðili Faris. Þeir taka að sér bæði stór og smá verkefni fyrir okkar viðskiptavini glugga. Sigvaldi Steinar Hauksson húsasmíðameistari hefur áralanga reynslu sem fagmaður og er einstaklega vandvirkur. Hann hefur mikla reynslu af ísetningu og viðhaldi glugga.
Tölvupóstur: smidiehf@gmail.com
Sími: 897 2107
Þjónusta við viðskiptavini
Ásamt því að vera söluaðili á DOLETA gluggum á Íslandi sér Faris um þjónustu við DOLETA gluggaeigendur. Við leggjum mikla áherslu á rétta meðferð við uppsetningu og viðhald á okkar vörum.
Starfsmenn Faris eru ávalt reiðubúnir til að aðstoða og veita ráðgjöf. Hafðu samband við okkur í síma 571 0910 eða sendu okkur tölvupóst á faris (hjá) nordanisland.is.
Áður en þú hefur samband við okkur varðandi gluggana þína er gott að hafa við höndina framleiðslunúmer gluggans sem finna má á miða sem staðsettur er í falsi opnanlegra faga, rennihurða og hurða.
Hvað felst í 10 ára ábyrgð ?
Ábyrgðin nær yfir framleiðslu- og hráefnisgalla sem fram kemur innan 5 ára frá afhendingartíma. Ábyrgðin tekur ekki yfir skaða sem orsakast vegna rangrar ísetningar, slæmrar eða lítillar umhirðu , eða flutning á gluggum frá lager sem er á ábyrgð verkkaupa.
Ísetning glugganna er á ábyrgð þeirra verktaka sem sjá um ísetninguna. Faris tekur í engum tilfellum ábyrgð á handvömm við ísetningar. Faris leggur mikla áherslu á að vandað sé til verka við ísetningu og einungis löggiltir iðnaðarmenn sjái um hana.
Notkunarleiðbeiningar
Faris hefur gert nýjan bækling um hvernig best sé að viðhalda gluggum og hurðum til að stuðla að betri endingu. Í leiðbeiningunum koma fram öll helstu atriði sem máli skipta og svör við algengum spurningum sem lúta að ábyrgð, styrkleika og ýmsum verkþáttum. Mjög vel er farið yfir þetta í bæklingnum.
Það er er æskilegt að þrífa álramma nokkrum sinnum á ári. Góð regla er að gera það að vana að þrífa álramma þegar gluggarnir eru þrifnir. Rákir frá glerlista geta kallað á auka nudd ef þær eru ekki þrifnar fljótlega af. Ef útfelling frá steypu í nýbyggingu sest á rúðuna eða á álramma, þarf að þvo/hreinsa það af sem fyrst, annars gætu rammar og gler orðið matt.
- Faris gluggar og hurðir eru að mestu viðhaldsfríir. En þó er gott að hafa eftirfarandi í huga:
- Þrífa og smyrja læsingar með nokkrum dropum af smurefni einu sinni til tvisvar á ári.
- Gluggar og hurðir sem eru mikið notaðar ætti að smyrja oftar.
- Best er að þrífa rúður, ramma og karma með rökum klút eða bursta með volgu sápuvatni.
- Gott er að nota mildan uppþvottalög eða mildan hreinsilög án sleipiefna eða uppleysiefna.
- För eftir límmiða og límrestar á gleri er best að nudda af með klúti vættum í spritti.
- Til að fjarlægja för eftir sogskálar á gleri er best að nota hreinsilög fyrir keramikhellur.